Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1146  —  367. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991 .

(Eftir 2. umr., 27. apríl.)



1. gr.

    Við 4. mgr. 66. gr. laganna, sbr. lög nr. 36/1999, bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sá sem á hagsmuna að gæta getur kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Nú ákveður ráðherra að rannsókn fari fram og setur hann þá sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.